fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2019 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur íslenskra unglingspilta plötuðu dreng af erlendum uppruna til að hitta þá hjá verslunarkjarna í Grafarvogi þar sem þeir biðu eftir honum til þess að ráðast á hann. Þegar drengurinn mætti á svæðið beið hans hópur af drengjum á aldrinum 13 til 15 ára.

Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður hjá Barnavernd, keyrði fram hjá og skarst í leikinn. „Ég sá hóp af ungum mönnum ráðast að einum með ofbeldi og aðra taka það upp á símann sinn,“ segir Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann skarst í leikinn og segir strákana hafa rifið kjaft og sagt honum að málið kæmi honum ekki við. Þá hafi hann hringt í lögregluna.

Samkvæmt Sigurði var drengurinn kallaður „skítugur útlendingur“ og var honum skipað að sleikja skóna sína af hinum krökkunum. Þegar hann neitaði þeim fyrirmælum var ráðist á hann og fékk hann högg í andlitið.

Sigurður beið með drengnum þangað til að lögreglan mætti og sinnti málum. „Hann var skíthræddur og bað mig um að fara ekki. Ég ætlaði nú ekkert að fara. Þetta var ljótt að sjá.“

Segir þá Sigurður að hann hafi séð nokkra bíla keyra fram hjá atvikinu, en hann minnir á það hversu mikilvægt er að stoppa svona. „Þetta blasti við öllum sem keyrðu fram hjá. Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta. Það má aldrei gera ráð fyrir að einhver annar geri eitthvað. Miðað við hvernig ástandið var á þeim þegar ég stoppaði þá hefði þetta geta farið illa,“ segir Sigurður og tekur fram að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega, en hefði auðveldlega getað farið svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós