fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2019 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur íslenskra unglingspilta plötuðu dreng af erlendum uppruna til að hitta þá hjá verslunarkjarna í Grafarvogi þar sem þeir biðu eftir honum til þess að ráðast á hann. Þegar drengurinn mætti á svæðið beið hans hópur af drengjum á aldrinum 13 til 15 ára.

Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður hjá Barnavernd, keyrði fram hjá og skarst í leikinn. „Ég sá hóp af ungum mönnum ráðast að einum með ofbeldi og aðra taka það upp á símann sinn,“ segir Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann skarst í leikinn og segir strákana hafa rifið kjaft og sagt honum að málið kæmi honum ekki við. Þá hafi hann hringt í lögregluna.

Samkvæmt Sigurði var drengurinn kallaður „skítugur útlendingur“ og var honum skipað að sleikja skóna sína af hinum krökkunum. Þegar hann neitaði þeim fyrirmælum var ráðist á hann og fékk hann högg í andlitið.

Sigurður beið með drengnum þangað til að lögreglan mætti og sinnti málum. „Hann var skíthræddur og bað mig um að fara ekki. Ég ætlaði nú ekkert að fara. Þetta var ljótt að sjá.“

Segir þá Sigurður að hann hafi séð nokkra bíla keyra fram hjá atvikinu, en hann minnir á það hversu mikilvægt er að stoppa svona. „Þetta blasti við öllum sem keyrðu fram hjá. Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta. Það má aldrei gera ráð fyrir að einhver annar geri eitthvað. Miðað við hvernig ástandið var á þeim þegar ég stoppaði þá hefði þetta geta farið illa,“ segir Sigurður og tekur fram að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega, en hefði auðveldlega getað farið svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“