fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Veðmálasvindl í Noregi: Tveir leikmenn dæmdir í fangelsi

Voru 3-0 yfir þegar 25 mínútur voru eftir – Töpuðu 4-3

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Osló hefur dæmt þrjá í fangelsi vegna veðmálasvindls sem átti sér stað í tveimur leikjum í norsku þriðju deildinni í knattspyrnu sumarið 2012.

Tveir þeirra sem hlutu dóm eru fyrrverandi leikmenn; Drin Shala, fyrrverandi markvörður Follo, og Alban Shipsani, fyrrverandi framherji Asker. Báðir voru þeir dæmdir í fjórtán mánaða fangelsi.

Leikirnir sem um ræðir fóru fram í júní 2012. Í öðrum leiknum tapaði Follo, sem Shala lék með, 4-3 fyrir Østsiden. Liðið var með 3-0 forystu þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. Í hinum leiknum tapaði Asker 7-1 fyrir Frigg Oslo þrátt fyrir að flestir hefðu búist við sigri Asker.

Norska knattspyrnusambandið fór þess á leit við lögreglu að þessir tveir leikir yrðu rannsakaðar vegna gruns um veðmálasvindls. Í ljós kom að óvenjulega miklum fjármunum hafði verið veðjað á þessa tvo leiki.

Rannsókn lögreglu leiddi til þess að sjö voru ákærðir; leikmennirnir tveir og braskari sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm vegna málsins. Sá hafði unnið 340 þúsund norskar krónur, 4,5 milljónir króna á núverandi gengi, með því að veðja á leikina tvo.

Hinir fjórir sem voru ákærðir voru sýknaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki