fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Var bjargað með barka til að tæma rotþrær

Snör viðbrögð urðu manni sem fór niður um ís til bjargar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni sem fór niður um ís á Maridalsvatni skammt norður af Osló var bjargað með því að komið var til hans barka sem notaður er til að tæma rotþrær. Atvikið átti sér stað síðastliðinn föstudag og urðu snögg viðbrögð til þess að maður slapp óskaddaður, þó kaldur væri, frá volkinu.

Félagarnir Tom og Jesper, sem keyra tankbíl og sjá um að tæma rotþrær á svæðinu, voru á ferðinni um eittleytið eftir hádegi síðastliðinn föstudag þegar þeir sáu manninn í vatninu, um 10 til 15 metra frá landi. „Við sáum bara höfuð og hendur sem stóðu upp úr vatninu. Það var ekkert annað að gera en að nauðhemla og stöðva bílinn,“ segir Tom.

Þeir félagar stukku út úr bílnum og duttu strax niður á lausn sem líkast til bjargaði manninum. Aftan á tankbílnum er 60 metra langur barki á hjóli sem þeir ákváðu að koma til mannsins. Jesper klifraði með barkann yfir girðingu sem var við veginn og tókst að kasta honum til mannsins sem náði taki á barkanum og gat haldið sér þar til að lögregla og sjúkralið kom á staðinn. „Við höfðum ekki tíma til að hugsa málið, við urðum að bregðast við,“ segir Tom.

Maðurinn í vatninu, sem er á sextugsaldri, var færður á sjúkrahús vegna ofkælingar en hann var þó, að sögn lögreglu, í góðu ástandi að öðru leyti. Talið er að hann hafi verið í vatninu í um korter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku