fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Sólrún Diego rýfur þögnina

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 11:11

Sólrún Diego.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego prýðir forsíðu nýjasta eintaks DV þar sem því er ljóstrað upp að hún hafi auglýst plaggat úr vefverslun í eigu unnusta síns, Frans Veigars Garðarssonar. Um var að ræða vefverslunina akart.is, sem lokað var eftir að fréttin fór í loftið.

Akart.is var skráð á félagið MSF ehf. sem er í eigu Frans Veigars Garðarssonar og skráð á heimilisfang í Mosfellsbæ þar sem Frans og Sólrún búa. Sólrún Diego er þar varamaður í stjórn og prókúruhafi. MSF ehf. er einnig eigandi í SD Media slf. þar sem Frans og Sólrún eru prókúruhafar.

Frans sagði í samtali við DV að þetta mál kæmi Sólrúnu ekki við, en Sólrún auglýsti vefverslunina án þess að taka fram að um auglýsingu væri að ræða og án þess að geta þess að unnusti hennar ræki hana. Sólrún hefur ekki tjáð sig um málið en birtir tilfinningaríkar tilvitnanir í sögu sinni á Instagram.

„Aldrei biðjast afsökunar á líðan þinni,“ stendur á einni mynd og á annarri stendur:

„Stundum þarf maður bara frí. Á fallegum stað. Aleinn. Til að finna út úr öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum