fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Drukknar konur á virðulegum aldri vildu ekki borga reikninginn sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbænum um fimm-leytið í dag. Mjög drukknar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikninginn og voru með almenn leiðindi og uppsteyt. Þær greiddu samt reikninginn þegar lögreglan kom á staðinn og gáfu upp persónuupplýsingar að kröfu lögreglu en þó með miklum semingi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar greinir einnig frá því að umferðarslys varð í hádeginu á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík. Bíll valt en stór vindhviða varð til þess að ökumaður missti stjórn á bílnum og endaði hún utan vegar og á hliðinni. Erlendir ferðamenn voru þarna á ferð og meiddist enginn þeirra.

Á fjórða tímanum í dag varð árekstur í hverfi 201 og stakk ökumaður af frá vettvangi. Vitni töldu ökumanninn vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar ölvaður heima hjá sér. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Vinnuvél bakkað á unga konu

Um hálfþrjúleytið í dag var tilkynnt um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í hverfi 110. Vinnuvél var bakkað á unga konu sem var að ganga á gangstétt.  Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Nokkrir áverkar en talið minniháttar á þessu stigi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum