fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

RÚV ákvað að hætta með árlega páskahefð: „Það var ákaflega meðvituð ákvörðun“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem á annað borð horfa á sjónvarpsfréttir um páskana ættu að kannast við erlenda frétt sem lengi vel var ávallt sýnd á föstudaginn langa, krossfestingar á Filippseyjum.

Svo vitnað sé í eina slíka frá árinu 2011: „Á þriðja tug manna lét krossfesta sig í borginni San Fernando á Filippseyjum í morgun. Þúsundir manna koma til borgarinnar á þessum degi á hverju ári til að fylgjast með þegar heittrúaðir kaþólikkar berja sig með svipum og láta svo síðan negla sig á kross.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur vekur athygli á því að nú sé stutt í árlegu fréttina. „Þrír dagar í að við fáum fréttamyndirnar af óðu Filippseyingunum sem láta krossfesta sig. Spurning um að vinna aðeins meira með þetta í ár? Kynnast þátttakendum fyrirfram – jafnvel búa til úr þessu skemmtilega keppni?,“ skrifar Stefán á Facebook.

Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður á RÚV, segir í athugasemd að RÚV hafi ákveðið að hætta að fjalla um þetta. „Vek athygli þína á því að það eru þó nokkur ár síðan RÚV gerði síðast frétt um þetta. Það var ákaflega meðvituð ákvörðun,“ skrifar Jóhann Hlíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn