fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Vandræðagemsar í Sandgerði – Stálu kókómjólk og kexi áður en þeir ollu tug milljóna tjóni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú ungmenni voru á dögunum sakfelld, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir eignaspjöll, þjófnað og brennu. Öll brotin voru framin sömu nóttina í maí 2016. Ungmennin voru fjögur en þar sem eitt þeirra játaði ekki brot sín skýlaust var mál þess gert aðskilið máli hinna, sem öll játuðu brot sín.

Aðfaranótt sunnudagsins 8. maí fór hópurinn af stað, að því er virðist. Fóru tvö þeirra og brutust inn í gróðrarstöðina Glitbrá og stálu þaðan kókómjólk og kexi af óþekktu verðmæti. Því næst fóru sömu aðilar inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stálu þaðan slökkvitæki.

Næst brutust tvö þeirra inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garði. Ollu ungmennin þar miklum skemmdum.

„Á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu, rafmagnstöflu og búsáhöldum, en áætlað tjón af eignaspjöllunum nam yfir 1,5 milljónir króna, og með því að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi að óþekktu verðmæti.“

Að lokum lá leið þeirra í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar þar sem  þrjú þeirra gerðu til raun til að stela þaðan bensíni. Einn þeirra tók bensín og hellti yfir tjalddúk og kveikti svo í. Af þessu athæfi varð mikill eldur sem olli miklum skemmdum. Áhaldaskúrinn og allir munir í honum eyðilögðust og nam ætlað tjón af brunanum 20 milljónum króna.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sakborningarnir voru ungir að árum með hreina sakaskrá. Voru refsingar því skilorðsbundnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn