fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn – Ósáttur við að vera vændur um lygi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 12:39

Baldur (t.v.) og Tómas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Jakob Sigurðsson, starfsmaður (eða fyrrverandi starfsmaður?) Gistiskýlisins við Lindargötu, ítrekar að honum hafi verið sagt upp störfum á föstudag. Það hafi Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, gert í símtali. Þegar Tómas kallaði eftir skriflegri uppsögn sagði Þór honum að hann ætti að mæta til viðtals hjá Velferðarsviði kl. 8 á mánudag.

Í svari Velferðarsviðs til DV um þetta efni var staðhæft að Tómas hefði ekki verið rekinn og að frétt DV um þetta væri röng. Sjá hér

Upphaflega efnið snýst um umfjöllun DV um gistiskýlið við Lindargötu en Tómas fullyrðir að þar ríki ófremdarástand. Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi tekur undir þetta og kallar húsið tifandi tímasprengju. Vandinn felist í því að þarna séu rekin neyslurými fyrir sprautufíkla sem geri vist annarra manna sem þurfi á gistiskýlinu að halda óbærilega. Sjá hér

Þessu neitar Velferðarsvið líka og Baldur Borgþórsson hefur kallað afstöðu kerfisins í málinu „súrrealíska“ og mótsagnakennda. Augljóst sé að þarna séu rekin neyslurými og starfsemin sé í raun ólögleg.

Tómas segist vera afar ósáttur við að vera vændur um lygar eins og svar Velferðarsviðs til DV feli í raun í sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd