fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Elskhugi eiginkonu Geirfinns kemur fram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 14:15

Geirfinnur Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Geirfinnur Einarsson hvarf árið 1974 virðist lögreglan aldrei hafa rannsakað elskhuga eiginkonu hans en hún hélt þá við ungan háskólastúdent. Þýskur rannsóknarblaðamaður og kvikmyndagerðarmaður segir í viðtali við Morgunblaðið að í málum af þessu tagi séu elskhugar, ef í spilinu eru, ávallt rannsakaðir. Sérkennilegt sé að það hafi ekki verið gert.

Við gerð myndarinnar tókst Boris Quatram, en svo heitir blaðamaðurinn, að hafa uppi á elskhuganum, en sá maður býr í Þýskalandi. Ræddi hann við kvikmyndagerðarmennina en kemur ekki fram undir nafni eða í mynd í heimildarkvikmyndinni. Boris segist hafa komið upplýsingunum á framfæri við lögreglu og segir hann það hennar mál að meta þær upplýsingar, það sé ekki hans að velta sér upp úr mögulegri sök manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt