fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Leggur Trump að jöfnu við Duterte

Amnesty: Stjórnmálamenn beita óttastjórnmálum og hafa gert heiminn hættulegri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalframkvæmdastjóri Amnesty International segir að óttastjórnmál vera orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hann gerir ekki greinarmun á Donald Trump Bandaríkjaforseta, Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, eða Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja og segir þá hafa rutt sér rúms í nafni baráttu gegn kerfinu „með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt.“

„Við gegn þeim“

Þetta segir Salil Shetty aðalframkvæmdastjóri Amnesty International en samtökin gáfu í dag út ársskýrslu sína. Í árrskýrslunni er farið yfir stöðu mannréttindamála í 159 löndum í heiminum. Áhersla er lögð á að vara við afleiðingu orðræðu sem einkennist af „við gegn þeim“ en slík orðræða er áberandi í stjórnmálaumræðu Evrópu, Bandaríkjanna og víðar, segir í skýrslunni. Þar segir að stjórnmálamenn beiti nú í æ meira mæli þessari eitruðu hugmyndafræði og það hafi gert heiminn hættulegri.

„Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Modi, Erdoğan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt sem leið til að hljóta atkvæði kjósenda. Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni manneskjur en annað fólk. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“

Ófögur mynd

Í ársskýrslunni er dregin upp ófögur mynd af þróun alþjóðastjórnmála á árinu 2016. Meðal annars er því lýst að 36 ríki hafi á síðasta ári brotið gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk með ólögmætum hætti aftur til landa þar sem því er hætta búin. Þá hafi orðræða gegn konum, femínisma og réttindum hinsegin fólks aukist verulega og er meðal annars bent á Pólland í þeim efnum. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um að stríðsglæpir hafi verið framdir í að minnsta kosti 23 löndum á síðasta ári, þar á meðal í Sýrlandi, Líbýu, Súdan og Írak. Þrátt fyrir þetta ríki sinnuleysi um stríðsglæpi og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé lamað vegna ágreinings fastaríkjanna.

„Við getum ekki treyst því að stjórnvöld verji mannréttindi svo við, fólkið, verðum að grípa til aðgerða þess í stað,“ segir Salil Shetty.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni