fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg gæti þurft að fara í „aðhaldsaðgerðir“ vegna falls WOW

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar til borgarstjóra, sem lagt var fram í borgarráði í gær, gæti gjaldþrot WOW air haft alvarleg og mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið greinir frá.

Sjóðsstaða borgarinnar er sögð sterk, en en fari hratt lækkandi:

„Þessi lækk­andi sjóðstaða gæti gefið til­efni til aðhaldsaðgerða borg­ar­inn­ar auk end­ur­skoðunar á fjár­fest­ingaráætl­un.“

Miðað við verstu mögulega sviðsmynd sem dregin er upp, þá er gert ráð fyrir miklum samdrætti á þessu ári og verðbólga aukist fyrstu tvö árin sé miðað við forsendur fjárhagsáætlunar og lægri arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Þá er spáð lækkandi fasteignaverði vegna aukins framboðs og fækkunar ferðamanna.

Tekið er fram að sú sviðsmynd sem birt sé, sé einnig háð mikilli óvissu og þá séu líkur á því að Seðlabanki Íslands „grípi í taumana“ og örvi hagvöxt með lækkun vaxta:

„Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú mynd eftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar