fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Sigur leikkvenna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhaldsþátturinn Fangar veldur ekki vonbrigðum. Sumt í framvindunni var vissulega fyrirsjáanlegt allt frá byrjun. Vissum við til dæmis ekki flest að heimilisfaðirinn væri þrjótur sem hefði verulega slæma hluti að fela? En það er allt í lagi að við vissum það, maður horfir af áhuga, ekki síst vegna góðrar frammistöðu leikaranna. Það eru sérstaklega leikkonurnar sem skína á skjánum. Þær gefa allt í hlutverk sín og skapa einkar minnisstæðar persónur.

Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir eru báðar frábærar. Manni var farið að þykja ansi vænt um Brynju sem Unnur Ösp túlkar svo eftirminnilega og óskaði þess að vel færi fyrir henni. Manni brá því verulega í lok síðasta þáttar. Nína Dögg leikur Röggu, persónu sem maður var í byrjun nokkuð smeykur við því hún var svo hryssingsleg og virtist ísköld. Seinna kom í ljós að bak við hrjúft yfirborð leynist viðkvæmni. Þannig hafa persónur þáttanna dýpkað með hverjum þætti.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er í litlu hlutverki í Föngum og er nánast óþekkjanleg. Í hvert sinn sem henni bregður fyrir er ekki hægt að hafa augun af henni. Hún sést reyndar ekki nægilega oft en þegar það gerist stelur hún senunni. Þorbjörg Helga er mjög góð sem aðalpersónan Linda og Halldóra Geirharðsdóttir og Kristbjörg Kjeld standa sig mjög vel. Þetta eru einfaldlega afar vel leiknir þættir.

Síðasti þáttur er á sunnudag. Við mætum við sjónvarpstækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins