fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Fullkomið tvíeyki

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 11. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa fyrir reglu að horfa á Sky-fréttastöðina geta ekki annað en tekið eftir fjölmiðlamönnunum Andrew Pierce og Kevin McGuire sem reglulega mæta í stúdíó og fara yfir fréttir vikunnar. Þarna eru sannarlega menn með ólíkar skoðanir. Pierce er íhaldsmaðurinn og McGuire vinstri maðurinn. Þeir eru hið fullkomna tvíeyki. Skoðanir þeirra á mönnum og málefnum eru yfirleitt afar ólíkar en þeir eru skarpir og snöggir til svara og hafa mikinn húmor. Góð kímnigáfa verður aldrei ofmetin.

Íhaldsmaðurinn Pierce er einn af þessum mönnum sem er alveg sama hvað öðrum finnst um þá. Hann er alls óhræddur við að segja skoðanir sínar (margar þeirra eru lítt til vinsælda fallnar) og virðist vera sérstakur andstæðingur forræðishyggju og pólitísks rétttrúnaðar (húrra fyrir því!). Hann er líka stálgreindur. Fáa hef ég séð sem hella svívirðingum yfir fólk á jafn fágaðan hátt og Pierce, sem er oft gríðarlega fyndinn. McGuire ranghvolfir þá yfirleitt augunum og setur upp þreytulegan svip til að lýsa vandlætingu sinni. Einstaka sinnum hefur hann þó skellt upp úr.

McGuire er einnig sérlega góður álitsgjafi og hefur líka sterkar skoðanir. Undanfarna mánuði hefur hann varla mætt í umræðurnar án þess að kalla Trump rasista og kvenhatara. Þar mælir hann af mikilli ákveðni. Pierce hendir gjarnan gaman að þessum málflutningi hans.

Það er skemmtilegt samspil á milli þessara tveggja ólíku manna. Þeir eiga til að deila hart, en það er líka hluti af leiknum. Þeir eru frábært tvíeyki. Örugglega fínir hvor í sínu lagi en fullkomnir saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins