fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Stór áfangi fyrir ríkisstjórn Katrínar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 23:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hafa verið uppi miklar svartsýnisraddir um kjarasamningana sem nú standa yfir. Að allt myndi fara í bál og brand – hér myndi allt loga í verkföllum. Forréttindahópar í samfélaginu hefðu gefið tóninn, forstjórar og toppar hjá ríkinu, og launþegahreyfingin myndi ekki sætta sig við neitt lítilræði.

En nú bendir allt til þess að samningar milli stórra stéttarfélaga, VR, Efling og Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins séu að takast. Fréttamannafundi forsætisráðherra um aðkomu ríkisins var reyndar frestað í dag –en eftir því sem manni skilst eru allar líkur á að þar verði bundinn lokahnútur á samningana.

Takist þetta – sem allt bendir til – er það mikill áfangi fyrir ríkisstjórnina. Það eru margir samningar lausir um þessar mundir en það er næsta víst að önnur verkalýðsfélög, og þá líka ríkisstarfsmenn, muni semja á svipuðum nótum. Það er varla nein stemming fyrir öðru.

Eftir því sem manni skilst eiga samningarnir að gilda til 2022. Semsagt fram yfir kjörtímabil ríkisstjórnarinnar sem mun búa við frið á vinnumarkaði.

Þvert ofan í flestar spár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum