fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Frostlögur drepur tvo ketti í Sandgerði – Gengur kattamorðingi laus ?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir kettir drápust á dögunum í Sandgerði. Banamein kattanna var eitrun sökum frostlagar, en það virðist vera orðin nokkuð algeng aðferð við að koma köttum fyrir kattarnef á Íslandi. Ber þá skemmst að nefna ítrekaðar eitranir í Hveragerði.

Ása Rögnvaldsdóttir kom að ketti sínum meðvitundalausum í gær og fór með hann til dýralæknis. Þar fékkst staðfest að kötturinn hefði innbyrgt frostlög.  Frostlögur er sætur á bragðið en baneitraður fyrir dýr. Köttur Ásu var annar kötturinn sem deyr vegna frostlagar í Sandgerði undanfarna daga samkvæmt frétt Víkurfrétta.

Ef grunur leikur á að gæludýr hafi komist í frostlög þá hefur Dýraspítalinn í Garðabæ gefið út leiðbeiningar um hvaða einkenni skuli vera vakandi fyrir. Gæludýraeigendum er jafnframt ráðlagt að varðveita uppköst dýra sinna, því þau gætu verið sönnunargögn um eitrunina.

1. stig: (þessi einkenni koma fram innan 30 mínútna frá því dýrið innbyrðir frostlög) : slappleiki,mikil uppköst, jafnvægisleysi jafnvel, aukin þvaglát, aukinn þorsti, líkamshiti fellur/kuldi, krampar, meðvitundarleysi.

2. stig: 12-24t frá því innbyrt: stundum virðast einkenni lagast töluvert og ganga tilbaka sem gefur okkur falska von um bata. Hins verður vökvaskortur hjá dýrinu og öndunartíðni og hjartsláttartíðni hækkkar.

3. stig: 36-72 tímum frá því innbyrt: einkenni alvarlegrar nýrnabilunar koma fram sem eru alvarlegar bólgur í nýrum , mikill sársauki og framleiðsla á þvagi minnkar og hættir jafnvel alveg. Áframhaldandi versnandi ástand með miklum slappleika, engin matarlyst, uppköst, krampar og meðvitundarleysi og dauði að lokum.

Meðhöndla þarf dýrin innan 8-12 tíma frá því eitrið er innbyrt eigi dýrin að eiga einhverja von .

Geymið uppköst/ eða leifar af því sem dýrið át, sem sönnunargögn!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“