fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Borðaði hráan íkorna til að ögra grænkerum en fríkaði út kjötætur í staðinn – Sjáið myndbandið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-arinn Sv3rige er yfirlýstur anti-vegan. Hann fór á vegan markað í London á laugardaginn síðastliðinn ásamt öðrum kjötætum með skilti sem stóðu á „borðið dýrafitu, ekki deyja.“

Með hálsmen gert úr dauðum fugli byrjaði hann að borða dauðan loðinn íkorna.

Önnur kjötæta náðist á myndband fjarlægja feld úr tönnunum sínum eftir að hafa fengið sér bita af íkornanum.

Fólk sem átti leið hjá var í áfalli. „Hvað í fjandanum er í gangi,“ var kallað.

„Af hverju ertu að gera þetta? Ég borða kjöt en ég geri þetta ekki,“ sagði einn vegfarandi við Sv3rige.

Sv3rige reyndi að útskýra að hann væri að reyna að vekja athygli á hættunum á því að borða ekki kjöt.

„Að borða hrá dýr sannar ekki neitt,“ sagði þá annar vegfarandi.

Helgina á undan borðaði Sv3rige hrátt svínshöfuð á vegan hátíð.

Hann segir í samtali við Metro að ástæðan fyrir gjörningunum er til að vekja athygli á því að mannfólk geti ekki verið vegan því það fái næringarskort.

„Ástæðan fyrir því að ég og aðrir borðum hrátt kjöt er til að sýna hvað mannfólk borðar í náttúrunni.“

Stærstu samtök næringafræðinga í Bandaríkjunum, The American Academy of Nutrition and Dietics, hafa gefið út að veganismi hentar mannfólki á öllum aldurskeiðum.

„Það sem er athyglisvert er að fólk sem borðar kjöt hefur sagt við okkur að þessi viðbjóðslega sýning þeirra hafi hvatt það til að hætta að borða kjöt, þannig það virðist að anti-vegan mótmæli hafa í raun hvatt fólk til að verða vegan,“ sagði Tim Barford, talsmaður VegFest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum