

Kolbeinn Sigþórsson hefur gert samning við sænska liðið AIK en þetta var staðfest nú rétt í þessu.
Kolbeinn var fyrst orðaður við AIK fyrir nokkrum dögum en hann hafði verið án félags eftir að hafa yfirgefið Nantes í Frakklandi.
Talað var um að framherjinn væri á leið til Djurgarden í Svíþjóð en það reyndist ekki rétt. Kolbeinn gekk þess í stað í raðir meistarana.
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur leikið með Nantes síðustu ár en þar gekk lítið upp.
Meiðsli settu fyrst strik í reikninginn hjá Kolbeini áður en honum var í raun sparkað úr liðinu og fékk engin tækifæri.
AIK er besta lið Svíþjóðar þessa stundina en liðið varð meistari á síðustu leiktíð.
Kolbeinn skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við AIK og mun klæðast treyju númer 30.
Velkomin til AIK, Kolbeinn Sigþórsson!
Läs mer >> https://t.co/QHkxnNjorF pic.twitter.com/XHkXm0l7Y7
— AIK Fotboll (@aikfotboll) 31 March 2019