fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Pressan

Drekkur þú orkudrykki? Sjáðu hvað þeir gerðu við tungu hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 06:59

Eins og sjá má er tunga Royals allt annað en fögur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drekkur þú orkudrykki? Þekkir þú fólk sem drekkur orkudrykki? Þá er full ástæða til að hafa áhyggjur. Kennari, sem drekkur sex orkudrykki á dag, birti nýlega myndir af tungu sinni til að sýna hvaða áhrif orkudrykkir hafa haft á hana.

Dan Royals segist hafa drukkið að minnsta kosti 5 til 6 orkudrykki á dag um langa hríð. Hann hætti því hins vegar eftir að læknir hans sagði honum að hið mikla sykur- og efnainnihald drykkjanna, þar á meðal amínósýrur, B vítamín og jurtaefni væru að éta hold hans upp.

Ein dós af orkudrykk getur innihaldið allt að 58 grömm af sykri.

Eins og sjá má er tunga Royals allt annað en fögur.

Í færslu í Facebookhópnum Get It Off Your Chest skrifaði Royals:

„Hverjir drekka orkudrykki? Háð(ur) þeim? Þú þarft kannski að hugsa þetta upp á nýtt. Skoðið seinni myndina … Þetta er það sem þessi s….. gerir tungunni, ímyndið ykkur hvernig líkaminn er að innan.“

Sagði hann og bætti við:

„Þar til nýlega, þegar þetta fór að gerast, drakk ég að minnsta kosti 5-6 dósir daglega og ég bursta daglega. Fór til læknis og búmm! Komst að því að efnin í þessum drykkjum valda þessu … Þetta étur bókstaflega tunguna. Farið því varlega.“

Daily Mail skýrir frá þessu. Blaðið segir að Royals, sem er Ástrali sem býr í Asíu, hafi viðurkennt að hann reyki en standi fast á því að skaðinn á tungunni sé af völdum orkudrykkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Í gær

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins