fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433

Helgi Kolviðsson: Vitum hvernig Lippi vill spila

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Ava Ólafsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Ragnar Axelsson hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin á Bessastöðum á miðvikudagskvöld.

Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember, en fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Knútur Hafsteinsson, Árni Árnason, Aðalsteinn Ingólfsson og Árni Sigurjónsson, formaður nefndarinnar.
Verðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess var verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens.

Manifestó um bókmenntir

Auður Ava Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ör sem kom út hjá bókaútgáfunni Benedikt. Í ræðu sinni á Bessastöðum flutti Auður manifestó um bókmenntir í níu liðum. Í umtalsvert styttri útgáfu blaðamanns hljómaði umrætt manifestó svo: 1. Bókmenntir eru elsta útflutningsgrein þjóðarinnar og sú eina sem er óháð gengissveiflum. 2. Bókmenntum kemur allt við. 3. Engar bókmenntir hafa orðið til í sjálfhverfri einangrun. 4. Rithöfundar eru útlendingar í eigin tungumáli. 6. Rithöfundurinn er hálfur heimalningur og hálfur útlendingur. 7. Bók getur breytt lífi manns. 8. Það sem er á milli orðanna er mikilvægast. 9. Bókmenntir eru ljóstillífun sem þarf bara ímyndunarafl og sólarljós til að búa til eitthvað úr engu.

Manneskjur en ekki glæpamenn

Hildur Knútsdóttir hlýtur verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Vetrarhörkur sem kom út hjá JPV útgáfu. Rún, systir Hildar veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd og flutti ræðu hennar. Í ræðunni benti hún á að þó að bókin sé furðusaga um afdrif ungra systkina eftir að geimverur gera árás á Ísland og éta megnið af þjóðinni, þá sé hún raunveruleiki fyrir fjölda fólks í dag, enda skipti það litlu máli fyrir fórnarlömbin hvort það séu geimverur eða annað fólk sem ræðst á þau og reka á flótta. Í ræðunni lagði Hildur áherslu á að 10 milljónir barna væru á flótta í heiminum í dag, og Íslendingum bæri skylda til að hjálpa: bæði með því að beita sér gegn stríði og loftslagsbreytingum sem hrekja fólk á flótta frá heimaslóðum sínum og með því að hjálpa þeim sem eru þegar á flótta, líta á þá sem manneskjur en ekki glæpamenn.

The Arctic First

Ragnar Axelsson hlýtur verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir ljósmyndabókina Andlit norðursins sem var gefin út af Crymogeu. Í ræðu sinni sagði Ragnar að verðlaunin væru ekki bara viðurkenning á mikilvægi þess að skrásetja lifnaðarhætti fólks á norðurslóð, sem eru núna að taka hröðum breytingum vegna loftslagsbreytinga, heldur séu þau einnig hvatning til hans til að halda verkinu áfram og ljósmynda þær breytingar sem verða óhjákvæmilega á næstu árum og áratugum. Hann hvatti leiðtoga heimsins til að leggja sitt af mörkum til að bjarga norðurslóðasvæðinu og vistkerfi jarðarinnar með því að sameinast undir kjörorðinu „The Arctic First“, og sneri þar upp á nýtt kjörorð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir einangrunarhyggju sinni: „America First.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar