Þó Íslendingar á Twitter séu helst þekktir fyrir gálgahúmor og spell þá virðist fólk fyrst og fremst syrgja fráhvarf WOW Air í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að WOW myndi hætta allri starfsemi og öllum flugum hefur verið aflýst. Mörg þúsund farþegar eru væntanlega í vandræðum.
Hér fyrir neðan má sjá hvað fólkið á Twitter hefur um málið að segja.
Mér líður smá eins og ég hafi verið að missa frænda sem var orðinn svo veikur að kannski var það bara fyrir bestu að hann hafi fengið að fara ? Hann reddaði mér samt alltaf svo ódýru flugi ?#RIPWOW
— Gissari (@GissurAri) March 28, 2019
Gott er að minna á þetta https://t.co/M5KAtzpgGJ
— Birgitta Björg (@birgittab93) March 28, 2019
Ég er svo leiður fyrir hönd starfsfólks #wowair og farþega. Svo er það fólkið sem starfar í öðrum fyrirtækjum fyrir flugfélagið. Margir eru áhyggjufullir í dag.
— Sigursteinn Sigurðz (@gjafi_sigur) March 28, 2019
Vorkunn mín er hjá öllu starfsfólki Wow Air sem var að missa vinnuna, ekki hjá flugfarþegum sem keyptu flugmiða og komast ekki á áfangastað. Hef bæði lent í því að missa vinnuna og að fluginu mínu hafi verið aflýst. Annað reynir virkilega á mann andlega, hitt er bara vel pirrandi
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) March 28, 2019
Ég hef unnið hjá fyrirtæki sem fór á hausinn. Það er hellað. Það er hellað þegar heilt fyrirbæri, menningarheimur hverfur bara. Heill kúltúr og djúpt vinasamband- svona fyrir utan atvinnumissinn sem er auðvitað líka skelfilegur. Það er alveg sorgarferli.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 28, 2019
Þetta er svo mikið dansað á gröfinni dæmi. pic.twitter.com/tlUMHKj5tM
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 28, 2019
Breaking news: the Icelandic airline wow air bankrupt. I feel for everyone who is stranded without flight or work. I tried to warn friends and family to no avail. This means Icelandic economy will be in for a quite a bit of turmoil: again. https://t.co/jGbPvIMRLW
— Birgitta (@birgittaj) March 28, 2019
Ég er sammála þessu nema við skulum hafa í huga að margir sem eru að fljúga eru í misgóðu ástandi. Það eru ekki allir að fljúga til sólarlanda í frí. Ég hefði farið yfir um ef fluginu mínu til Íslands hefði verið aflýst á mánudaginn. https://t.co/xstGhBwIqF
— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) March 28, 2019
Finn til með öllu því góða fólki sem starfar hjá WOW. Á eftir að sakna þess að fljúga í bleiku þotunum. Svo er ég líka orðinn mikill Airbus-maður nýlega, svo þetta er margþættur skellur.
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) March 28, 2019
Ég er hryggur yfir örlögum WOW. Kæru aðdáendur, ég hef ekkert fyndið að segja. Þetta er bara sorglegt. Hugur minn er hjá starfsmönnum og fjölskyldum þeirra — og neytendum!
— Sóli Hólm (@SoliHolm) March 28, 2019