fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Segir Baldvin hafa lagt hendur á Má – Alþingi verði að tryggja öryggi: „Að tjúllast úr frekju og yfirgangi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2019 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, kallar eftir því að stjórn Eimskip reki Baldvin Þorsteinsson úr stjórn félagsins. Baldvin, sem er stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Baldvinssonar forstjóra Samherja, veittist í morgun að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra.

Myndband af atvikinu má sjá á RÚV. Gunnar Smári segir þessa hegðun Baldvins lýsandi. „Hvað var ég að hlusta á í fréttum Ríkisútvarpsins? Var sonur stærsta kvótagreifans að leggja hendur á Seðlabankastjóra og þurftu þingmenn að ganga á milli? Og var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að segja að við yrðum að sýna því skilning að kvótagreifinn væri reiður? Þetta er eins og sena út Dickens eða Nexö, eitthvað frá frumárum kapítalismans þegar stórgrósserar gengu um með bumbuna á undan sér og voru að tjúllast úr frekju og yfirgangi,“ segir Gunnar Smári á Facebook.

Hann bætir svo við að það verði að bregðast við þessu. „Forseti Alþingis hlýtur að senda Má afsökunarbeiðni á eftir. Alþingi verður að tryggja því það fólki sem kallað er á fundi þingsins vernd fyrir ofbeldi. Það má ekki gera Klaustrið að viðmiðun mannlegra samskipta á þinginu. Stjórn Eimskip hlýtur svo að reka manninn á eftir. Fyrirtæki skráð í kauphöll getur ekki haft forstjóra sem leggur hendur á Seðlabankastjóra,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“