fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fjórir ríkustu eiga jafn mikið og fátækustu 100 milljónirnar

Milljarðamæringum hefur fjölgað mikið í Indónesíu frá aldamótum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir ríkustu einstaklingarnir í Indónesíu eiga jafn mikið og fátækustu hundrað milljónirnar í landinu. Íbúar Indónesíu eru rúmlega 250 milljónir talsins. Umræðan um mikinn ójöfnuð hefur verið áberandi í landinu á undanförnum árum og hefur forseti Indónesíu talað fyrir því að berjast þurfi gegn honum. Sýnilegur árangur virðist þó ekki hafa náðst.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam International, bandalagi sem vinnur gegn fátækt og ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að Indónesía sé það ríki heims þar sem einna mestur ójöfnuður ríkir.

Þeir ríku verða sífellt ríkari og til marks um það hefur milljarðamæringum fjölgað tuttugufalt frá aldamótum. Árið 2002 átti einn einstaklingur í Indónesíu yfir einn milljarð Bandaríkjadala en árið 2016 voru þeir orðnir tuttugu talsins.

Í skýrslu Oxfam var tekið dæmi af bræðrunum Budi og Michael Hartono sem eru ríkustu menn Indónesíu. Eignir þeirra eru metnar á 25 milljarða Bandaríkjadala, en þeir auðguðust mjög á tóbaksfyrirtæki sínu. Í skýrslunni var bent á það að vextirnir sem bræðurnir fá af auðæfum sínum á ári myndu duga til að eyða sárustu fátæktinni í landinu.

„Frá árinu 2000 hefur efnahagur Indónesíu batnað til muna. En það hafa ekki allir notið góðs af honum og milljónir íbúa hafa setið eftir, einna helst konur.“

Fátækt í landinu hefur nokkurn veginn staðið í stað frá aldamótum en miðað við alþjóðleg viðmið er talið að 93 milljónir Indónesa lifi undir fátæktarmörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“