fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Þetta eru hreinar pyntingar“

Sænska lögreglan ræðst gegn barnaníðshring – Átta karlmenn handteknir – Viðbjóðslegar lýsingar á brotum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan hefur handtekið átta karlmenn sem grunaðir eru um að vera hluti af stórum barnaníðshring. Mennirnir eru á aldrinum 50 til 70 ára og hefur sænska lögreglan fylgst með þeim svo vikum skiptir, hlerað síma og rafræn gögn. Mennirnir mun hafa lýst á viðbjóðslegan hátt hvernig níðast skuli á börnum og myrða þau með kvalafullum hætti. „Þetta eru hreinar pyntingar,“ segir heimildarmaður innan lögreglunnar. Ekki er þó ljóst hvort mennirnir hafa lýst ímyndunum sínum eða hvort þeir hafi gerst sekir um brotin.

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter greinir frá. Handtökurnar fóru fram á miðvikudag og fimmtudag í vikunni víðs vegar um Mið-Svíþjóð. Mennirnir eru grunaðir um mjög gróf brot, svo gróf að heimildir herma að annað eins hafi ekki áður sést í Svíþjóð.

Mennirnir munu hafa verið í sambandi í gegnum símafundi þar sem þeir hafa lýst hræðilegum hlutum. Sænsk lögregluyfirvöld hafa skipulagt aðgerðirnar svo vikum skiptir en rannsóknin hefur staðið frá því í fyrrahaust. Þá fengu sænsk lögregluyfirvöld ábendingar um brot eins mannanna en sá hafði áður verið grunaður í rannsókn á kynferðisbroti gegn barni. Sú rannsókn var þó látin niður falla.

Sem fyrr segir hefur lögregla meðal annars hlerað símtöl mannanna sem um ræðir og hafa samtölin snúist um viðbjóðsleg brot gegn börnum, þar á meðal svokallaðar „snuff-kvikmyndir“, en í þeim ættu fórnarlömb, í þessu tilviki börn, að vera myrt með kynferðisofbeldi. Þá munu mennirnir hafa rætt um að „panta“ börn frá útlöndum til að níðast á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum