fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fjölskyldan leitar enn svara, 13 árum eftir hvarfið

Maura Murray hvarf sporlaust í febrúar 2004 – Fjölskyldan engu nær um afdrif hennar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 18. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. febrúar árið 2004, eða fyrir rúmum þrettán árum, sendi Maura Murray, 21 árs hjúkrunarfræðinemi í New Hampshire í Bandaríkjunum, kennara sínum tölvupóst og sagði honum að hún myndi ekki í skólann næstu daga. Það hefði orðið dauðsfall í fjölskyldunni og hún þyrfti á fríi að halda.

Það var ekki fyrr en farið var að grennslast fyrir um Mauru að kennarinn komst að því að ekkert dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni. Maura sást síðast þennan örlagaríka dag í febrúar 2004. Í umfjöllun Boston Globe, sem ræðir við aðstandendur konunnar, kemur fram að Maura hafi tekið 300 dollara út af bankareikningi sínum fyrr þennan dag.

Lítið er vitað um afdrif Mauru þennan dag að öðru leyti en því að hún missti stjórn á bifreið sinni í hálku í skarpri beygju skammt frá Woodsville í New Hampshire. Vegfarandi stöðvaði bifreið sína og bauð fram aðstoð en Maura tjáði honum að allt yrði í lagi. Hjálp væri á leiðinni og hún væri ómeidd eftir óhappið. Maðurinn ók því burt en hringdi engu að síður á lögreglu.

Sjö til tíu mínútum síðar, þegar lögregla kom á vettvang, var Maura hins vegar á bak og burt. Hún var horfin, sporlaust í orðsins fyllstu merkingu. Engin fótspor fundust í snjónum við bifreiðina og sporhundar þefuðu í kringum bílinn en komust ekki á sporið. Þyrla, sem búin var hitamyndavél, var kölluð út en hvergi fannst Maura.

Í þrettán ár hefur fjölskylda Mauru leitað svara um afdrif þessarar ungu og efnilegu stúlku sem aldrei var til neinna vandræða. Engar vísbendingar hafa borist um afdrif hennar.

„Hún var frábær dóttir og olli aldrei neinum vandræðum,“ segir faðir hennar, Fred Murray, sem berst fyrir því að minningu dóttur sinnar sé haldið á lofti. „Þetta mál má ekki falla í gleymsku,“ segir hann.

Fred segir að nokkuð ljóst sé að einhver hafi rænt dóttur hans. Lögregla er þó engu nær um hver var að verki og enginn er grunaður í málinu.

Fred hafði borðað með dóttur sinni laugardagskvöldið 7. febrúar, tveimur dögum áður en hún hvarf. Hann tók ekki eftir neinu óeðlilegu í fasi dóttur sinnar og útilokar að hún hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum. Rannsókn á tölvu hennar leiddi í ljós að áður en hún steig upp í bíl sinn að morgni mánudags hefði hún leitað eftir því hver besta leiðin væri til Bershire í Vermont. Fjölskylda hennar veit ekki hver tilgangur ferðarinnar var.

Bróðir hennar segir að svo virðist vera sem eitthvað hafi komið systur sinni í uppnám enda hafi hún ekki látið neinn vita að hún ætlaði til Vermont. „Það er svo margt sem hefur getað gerst. Líklega er skýringin samt einföld, á þá leið að einhver hafi numið hana á brott.“

Lögreglan á svæðinu segir að málið sé enn opið og verði það þar til niðurstaða fæst í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí