fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

WOW tapaði um 60 milljónum króna á hverjum degi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap WOW air á síðasta ári, sem nemur allt að 22 milljörðum króna, jafngildir því að flugfélagið hafði að jafnaði tapað um 60 milljónum króna á hverjum degi. Það má því segja að tap á hverju hverju flugtaki hjá WOW hafi verið 1,5 til 2 milljónir króna.

Það er þó mikilvægt að geta þess að hér er ekki bara um hreint rekstrartap að ræða, því félagið þurfti að skila vélum og selja þær undir bókfærðu verði. Þannig hafa ytri aðstæður verið WOW air afar óhagstæðar í þeirri þröngu stöðu sem félagið er í. Mikil tiltekt hefur verið í rekstrinum á liðnum mánuðum og að sögn heimildamanna DV lítur félagið mun betur út en áður.

Samkvæmt sömu heimildum eru hugmyndir Skúla Mogensen forstjóra og eigenda WOW um útboð á nýju hlutafé og skuldbreytingu hjá skuldabréfaeigendum því möguleg leið út úr stöðunni. Tíminn vinnur þó alls ekki með honum, þar sem greiða þarf laun og fleira um mánaðamótin, auk þess sem flugvallagjöld eru á gjalddaga. Það er vandséð að fjárfestar séu tilbúnir til að lofa og binda sig með háar fjárhæðir inn í þennan rekstur, nema að fyrst fari fram áreiðanleikakönnun á félaginu. Slíkt tekur tíma og hann er af skornum skammti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“