fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Ástralskir foreldrar mega ekki ferðast út fyrir landsteinana ef þeir skulda meðlag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 19:30

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskir foreldrar, sem skulda meðlagsgreiðslur, fá ekki að fara út fyrir landsteinana. Ríkisstjórn landsins ákvað þetta og nú hefur 1.067 foreldrum verið bannað að yfirgefa landið. Fólkið skuldar meira en 6 mánaða meðlagsgreiðslur.

Michael Keenan, ráðherra, segir að greiðsla meðlags sé ekki valfrjáls heldur siðferðileg og lagaleg skylda. Þeir sem víki sér undan þessari skyldu sinni svíki börn sín um betra líf. Skilaboð ríkisstjórnarinnar séu skýr: Ef þú hefur efni á að ferðast til útlanda hefur þú einnig efni á að borga meðlag.

Frá 1. júlí á síðasta ári til ársloka tókst að innheimta sem nemur um 1,3 milljörðum íslenskra króna í vangreidd meðlög með þessari aðferð. Eitt foreldri greiddi til dæmis upp skuld sína sem nam sem svarar til tæplega 16 milljóna íslenskra króna eftir að ferðabann var sett á viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi