fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 10:04

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, á síðasta aðalfundi ÖBÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samráðshópur stjórnvalda um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem settur var á innan félagsmálaráðuneytisins í fyrra, hefur nú lokið við skýrslu um málið. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem á sæti í hópnum, hefur þó neitað að skrifa undir skýrsluna, samkvæmt tilkynningu:

„ÖBÍ hefur tekið þá afstöðu að skrifa ekki undir skýrsluna. Það er gert af þeirri ástæðu að lausir endar í því starfi eru einfaldlega of margir. Mannsæmandi afkoma er ekki tryggð. Krónu-á-móti-krónu skerðing verður ekki afnumin skilyrðislaust. Ekki er tekið á samspili lífeyriskerfisins og almannatrygginga, vinnumarkaðsmálin óklár, og svona má áfram telja.“

Alþýðusamband Íslands tekur undir sjónarmið ÖBÍ og skrifar heldur ekki undir skýrslu samráðshópsins. Þetta upplýsti forseti ASÍ á málþingi sem kjarahópur ÖBÍ stóð fyrir í gær. Þar benti hún á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður býður upp á störf með lágu starfshlutfalli, sem er sögð forsenda þess að hugmyndir um starfsgetumat geti gengið upp.

„Afnám krónu-á-móti-krónu skerðingar er ein af þeim úrbótum sem hægt er að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi, án þess að farið verði í kerfisbreytingar eða heildarendurskoðun á almannatryggingalögunum ljúki. Þessi afstaða ÖBÍ hefur lengi verið ljós. Henni hefur verið haldið fram gagnvart stjórnvöldum og almenningi um margra ára skeið,“

segir í tilkynningu ÖBÍ, þar sem ríkið er gagnrýnt fyrir ósveigjanleika og þingmenn fyrir rangan málflutning:

„Núverandi ríkisstjórn rígheldur í kröfu um að þessi óréttláta skerðing, sem tæplega verður kölluð annað en kerfisbundið ofbeldi, verði ekki afnumin nema ÖBÍ fallist á að taka upp svokallað starfsgetumat og breiði faðminn á móti nýju framfærslukerfi almannatrygginga. Það er ekki til umræðu að afnema óréttlætið. Það er bara „computer says no“. Í þessu ljósi alveg sérstaklega sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis þar sem ÖBÍ er beinlínis sagt leggjast gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum