fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Faldar myndavélar í hótelherbergjum – Fólk greiddi fyrir að fylgjast með gestum í beinni útsendingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 19:00

Svona voru myndavélar faldar. Mynd: Lögreglan í Suður-Kóreu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að um 1.600 hótelgestir hafi óafvitandi verið persónur í beinum útsendingum úr hótelherbergjum sem þeir gistu í. Földum myndavélum hafði verið komið fyrir í herbergjunum og greiddi fólk fyrir að horfa á gestina í beinni útsendingu. Lögreglan í Suður-Kóreu skýrði frá þessu í gær.

Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. Málið nær til 30 hótela í 10 borgum víða um landið. Földum myndavélum hafði verið komið fyrir í 42 herbergjum. Lögreglan segir að ekkert bendi til að hótelin hafi vitað af þessu eða tengist þessu á nokkurn hátt.

Myndavélarnar voru faldar í stafrænum sjónvarpsboxum, innstungum og hárblásarastöndum. Síðan var boðið upp á beinar útsendingar úr hótelherbergjunum á vefsíðu einni. Hún var með rúmlega 4.000 meðlimi sem greiddu 45 dollara á mánuði fyrir óheftan aðgang að útsendingunum.

Mál sem þessi eru ekki óalgeng í Suður-Kóreu og eru raunar mikið vandamál þar í landi. CNN segir að 2017 hafi lögreglunni verið tilkynnt um 6.400 slík mál en 2012 voru þau 2.400.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf