fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Starfsgreinasambandið svarar Framsýn: „Mun ekki standa í skeytasendingum við félaga sína í fjölmiðlum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:57

Flosi Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélag Þingeyinga, Framsýn,  afturkallaði samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins í gærkvöldi. Tilgreint var að félagið ætti frekar samleið með VR, Eflingu, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og að einhugur ríkti um ákvörðunina.

Þá sagði Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, við mbl.is að þetta væru einu félögin sem hafi alfarið hafnað vinnutímabreytingum sem lagðar voru fram af Samtökum atvinnulífsins:

„Því miður er það þannig að inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar hafa verið ein­stak­ling­ar sem hafa viljað skoða þetta, en maður átt­ar sig ekki á því. Þetta er bara bullandi kjara­skerðing fyr­ir fólk að skera niður yf­ir­vinnu­tíma og lengja dag­vinnu­tíma.“

Þungar sakir

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins þykir tilefni til að gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna þungra saka sem á það er borið:

„Í tilefni af fréttum fjölmiðla þess efnis að Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu vegna tveggja kjarasamninga vill samninganefnd Starfsgreinasambandsins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri: Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu og er það í samræmi við forræði einstakra félaga á sínum málum. Það er miður að í tengslum við þessa samþykkt þurfi að bera félaga sína þungum sökum. Samninganefnd Starfgreinasambandsins mun aldrei taka þátt í því að semja um að rýra kjör okkar fólks, hvort sem það lítur að vinnutíma, álagsgreiðslna eða annara þátta.

Í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hefur þessi afstaða komið fram með mjög sterkum og afdráttarlausum hætti og samninganefndarmönnum á að vera það algerlega ljóst. Það má minna á að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum við SA vegna þessara þátta. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins mun ekki standa í skeytasendingum við félaga sína í fjölmiðlum. Verkefni okkar er að ná samningum um bætt kjör okkar fólks, við einbeittum okkur að því í samhljómi við félaga okkar í Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Grindavíkur.“

Undir yfirlýsinguna skrifar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að