fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Skipverji birti mynd klukkan 03:08 – Snjór kvöldið sem Birna hvarf – Grímur skýrir snjóinn undir skónum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skór Birnu Brjánsdóttur af Dr. Martens tegund fundust við höfnina í Hafnarfirði hjá birgðastöð Atlantsolíu þann 16. janúar síðastliðinn. Það voru sjálfboðaliðar sem fundu skóna. Sá fundur hafði mikil áhrif á gang rannsóknarinnar en tveir úr áhöfn Polar Nanoq hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um að tengjast hvarfi Birnu sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt laugardags. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn útskýrði í samtali við RÚV hvernig gæti mögulega staðið á því að snjór hefði verið undir skónum.

Birt var mynd af skónum á samfélagsmiðlum og þar mátti sjá snjó undir sólanum. Vildu margir meina að ekki hefði verið snjór á höfuðborgarsvæðinu kvöldið sem Birna hvarf. Það er hins vegar rangt ef marka má mynd sem DV hefur undir höndum og skipverji á Polar Nanoq birti klukkan 03:08 14. janúar á Facebook-síðu sinni þremur tímum áður en rauði Kia Rio bílinn lagði fyrir utan skipið klukkan 06:10.

Grímur og Lúðvík hafnarstjóri í Hafnarfirði telja að það gæti hafa skafið að skónum en veður var slæmt á svæðinu áður en skórnir fundust.
Grímur og Lúðvík hafnarstjóri í Hafnarfirði telja að það gæti hafa skafið að skónum en veður var slæmt á svæðinu áður en skórnir fundust.

Við myndina skrifaði skipverjinn: „Stórkostlegt veður í Hafnarfirði í kvöld“

Á myndinni má sjá brimgarðinn og efst á honum er snjór. Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson fjallaði einnig um skóparið og benti á að í Reykjavík klukkan sex að morgni laugardags var 2 stiga frost í Reykjavík. Skórnir fundust seint um kvöld á mánudag.

„Ef skór voru lagðir niður við Hafnarfjarðarhöfn, gat verið snjór undir þeim, eins og var þegar þeir fundust, að því er hermt er. En ekki lengi,“ segir Ómar og segir að um klukkan níu sama morgun var farið að hlýna. Daginn eftir var allt að 8 stiga hiti og segir Ómar að ekki hafi fryst eða snjóað fyrr en klukkan 18 á mánudag.

„Hafi verið snjór undir skónum og þeir lagðir niður fyrir klukkan sex á laugardagsmorgni, hefur hann bráðnað fljótt,“ sagði Ómar og fullyrti að skórnir hefðu ekki verið komið fyrir á svæðinu fyrr en í fyrsta lagi á mánudagskvöld, tveimur dögum eftir brottför skipsins. „Hver var þá í landi sem gerði það?“

Myndin var birt kl: 03:08 aðfaranótt laugardag. þremur tímum síðar lagði annar skipverji rauða Kia Rio bílnum fyrir utan skipið.  Því hefur verið haldið fram að enginn snjór hafi verið í Reykjavík nóttina sem Birna hvarf. Í Hafnarfirði var snjór á brimgarðinum
Skipverji birti mynd frá Hafnarfjarðarhöfn Myndin var birt kl: 03:08 aðfaranótt laugardag. þremur tímum síðar lagði annar skipverji rauða Kia Rio bílnum fyrir utan skipið. Því hefur verið haldið fram að enginn snjór hafi verið í Reykjavík nóttina sem Birna hvarf. Í Hafnarfirði var snjór á brimgarðinum

Þrautreyndur björgunarsveitarmaður sem unnið hefur mikið með leitarhunda sagði í samtali við DV að margt benti til að skónum hefði verið komið fyrir á svæðinu. Nefndi hann eins og Ómar hlýindin á sunnudag og að snjór sem sést undir skónum er mjög þjappaður. Grímur Grímsson reyndi að svara þessum spurningum eftir bestu getu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Við fengum síðan upplýsingar frá mönnunum sem fundu þessa skó að þeir voru þaktir snjó þegar þeir fundu þá. Það virðist hafa verið að það hafi snjóað að þeim og kannski skafið af þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað í skónum.

„Stórkostlegt veður í Hafnarfirði í kvöld“

Þannig að við raunverulega höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að halda það að það hafi gerst með neinum öðrum hætti, að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst að það er til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið fyrir þarna. Það er jafnt til skoðunar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bætti Grímur við að þetta hefði jafnvel verið gert til að villa um fyrir lögreglu. Grímur var þá spurður hvort lögregla væri þá að rannsaka það hvort einhver annar sem væri ekki um borð í grænlenska togaranum sem sigldi úr höfn á laugardagskvöld eigi aðild að hvarfi Birnu.

„Ég ítreka það, að það er alveg opið að það sé aðild einhverra sem er ekki í skipinu sem að gæti átt aðild að málinu. Það er samt alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór. Það er ekki endilega samasemmerki þar á milli.“

Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði tekur undir orð Gríms í samtali við DV og telur að það hefði vel getað skafið að skónum. Segir hann að mjög blint hafi verið hluta dagsins.

„Það var svart hér yfir og gekk á með miklum éljum yfir hafnarsvæðið áður en skórnir fundust.“

Hér má hlusta á viðtal við Grím.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar