fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Matur

Þessi kaka bragðast eins og vorið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. mars 2019 08:58

Dásamleg kaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláber og sítrónur eru stórkostleg blanda, en þessi blanda er í aðalhlutverki í þessari einföldu köku. Uppskriftin er af Delish og því haldið fram á síðunni að kakan bragðist eins og vorið. Það er nú ekki leiðinlegt!

Bláberja- og sítrónukaka

Kaka – Hráefni:

225 g smjör, mjúkt
1 bolli sykur
4 stór egg
1 tsk vanilludropar
börkur af 1 sítrónu, rifinn
2 bollar + 2 msk hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 bollar fersk bláber (nokkur tekin frá til að skreyta með)

Glassúr – Hráefni:

1 bolli flórsykur
2 msk sítrónusafi

Aðferð:

Hitið ofninn í 175 og smyrjið ílangt form. Blandið smjöri og sykri vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þeytið vel. Bætið vanilludropum og berki saman við og blandið. Blandið 2 bollum af hveiti, lyftidufti og salti saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum síðan varlega saman við smjörblönduna. Setjið flest bláberjanna í litla skál og blandið þeim saman við 2 matskeiðar af hveiti. Setjið bláberin síðan í deigið og blandið með sleif eða sleiku. Hellið deiginu í formið og stráið restinni af bláberjunum yfir. Bakið í 1 klukkustund og 10 mínútur. Leyfið að kólna alveg. Á meðan er glassúrinn gerður með því að hræra flórsykur og sítrónusafa vel saman. Hellið yfir kælda kökuna og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar