fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Katrín um hvort Sigríður eigi afturkvæmt: „Það er ekki tímabært að segja til um það“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. mars 2019 15:20

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að stærsta forgangsmálið nú í kjölfar úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu, sé að tryggja réttaröryggi og vinnufrið. Hún styður ákvörðun dómsmálaráðherra að stíga til hliðar meðan málið er til lykta leitt.

Sigríður Andersen sagði að áhersla yrði lögð á að vísa úrskurðinum til yfirréttar MDE, sem yrði í fyrsta skipti sem það yrði gert af Íslands hálfu.

Katrín segir það ekki liggja fyrir hversu lengi Sigríður verður frá, eða hver tekur við embætti hennar og vissi hún ekki af ákvörðun hennar fyrirfram.

Hvort Sigríður eigi afturkvæmt aftur í ríkisstjórn sagði Katrín:

„Það er ekki tímabært að segja til um það.“

Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknar, segist styðja ákvörðun Sigríðar og vissi ekki af henni fyrirfram. Hann sagði dóm MDE fordæmalausan og því kallaði hann á að honum yrði áfrýjað.

Hann neitaði því að líf ríkisstjórnarinnar væri undir því komið hvort Sigríður hefði sagt af sér eða ekki.

Hann vildi ekki útiloka að Sigríður ætti afturkvæmt í embætti sitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að