fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Sársaukafullur skilnaður Hildar Eirar: „Doðinn ger­ir mann eitt­hvað svo kald­an“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 20:00

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er raun­ar mjög feg­in að hafa ekki vitað fyr­ir­fram hversu mik­ill sárs­auki það er að ganga í gegn­um hjóna­skilnað. Nú nokkr­um mánuðum eft­ir að ég stóð sjálf frammi fyr­ir þeim tíma­mót­um er ég guðslif­andi feg­in að geta ein­mitt ekki séð inn í framtíðina, það væri alltof ógn­vekj­andi,“ skrifar séra Hildur Eir Bolladóttir í nýjum pistli á mbl.is. Hildur Eir tilkynnti það í nóvember í fyrra að hún og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, væru skilin.

„Ég hefði til dæm­is ekki getað ímyndað mér að ég gæti frosið í jafn lang­an tíma og raun ber vitni og ég hefði held­ur aldrei getað ímyndað mér að sá dag­ur myndi renna upp að ég hrein­lega fagnaði sjálfri sorg­inni af því að hún er svo miklu mann­eskju­legri en doðinn.“

Hildur Eir segir það verra að vera dofinn en að finna til.

„Doðinn ger­ir mann eitt­hvað svo kald­an, sorg­in ger­ir mann hlýrri og viðkunn­an­legri, sorg­in er svo mikið Guð að verki innra með mann­eskj­unni. Það er svo miklu betra að finna til en finna ekk­ert. Svo miklu betra að geta látið annað fólk loks vita að maður þurfi á því að halda. Í sorg­inni svar­ar maður ein­læg­lega spurn­ing­unni „hvernig líður þér?“ Í doðanum hef­ur maður alls ekk­ert svar,“ skrifar presturinn og bætir við að sorgin sé nú mætt til að leiða hana á nýjar brautir.

„Að upp­lifa um­hverfi sitt eft­ir skilnað er mjög sér­stakt. Oft hef ég upp­lifað þá til­finn­ingu að ég þekki í raun ekki fólk sem ég áður taldi mig þekkja, finnst marg­ir mér nærstadd­ir allt í einu svo fram­andi. Í sorg­inni er ég hins veg­ar smátt og smátt að upp­götva að það er ekki annað fólk sem er mér fram­andi, það er ég sjálf, ég er sjálfri mér fram­andi. Sorg­in er mætt til að leiða mig til fund­ar við nýja mann­eskju sem heit­ir Hild­ur Eir, það er ógn­vekj­andi en líka spenn­andi og fal­legt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Svona er tölfræði markvarða í upphafi tímabils – Frederik Schram efstur en Guy Smit skorar lágt

Svona er tölfræði markvarða í upphafi tímabils – Frederik Schram efstur en Guy Smit skorar lágt
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forráðamenn Ajax hefja samtalið við Potter

Forráðamenn Ajax hefja samtalið við Potter
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.