fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ráðuneytum fjölgað: Innanríkisráðuneytinu skipt upp í tvennt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2017 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðuneyti innanríkismála verður skipt upp í tvö aðskilin ráðuneyti og verða ráðuneytin því níu í stað átta eftir breytinguna. Þetta staðfesti Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra við Morgunblaðið í dag.

Eftir breytinguna verða dómsmálin aðskilin frá innanríkisráðuneytinu. Sigríður sagði á Morgunvaktinni á RÚV í morgun að mikil vinna sé framundan við að bæta við einu dómstigi hér á landi.

„Löggæslan verður alltaf mikilvægari og mikilvægari og mæðir meira á henni. Ég tala nú ekki um eftir að þessi hælisleitendamál komu upp. Þá erum við sammála um að það sé meiri bragur á því að hafa dómsmálin aðskilin frá samgöngumálunum,“ sagði Sigríður en dóms- og kirkjumálaráðuneytið var sameinað samgönguráðuneytinu þegar ráðuneytum fækkaði á þarsíðasta kjörtímabili. Ráðuneytið tók til starfa í ársbyrjun 2011.

Í Morgunblaðinu í dag kom fram að starfshópi um framkvæmdina hefði verið komið á fót, en Sigríður segir við blaðið að sú vinna ætti ekki að taka langan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“