fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Stáltaugar Marcus Rashford: Hafði aldrei farið á punktinn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í kvöld er liðið mætti Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu.

United tapaði fyrri leiknum 2-0 í Manchester og þurfti því að gera þrjú mörk til að sjá PSG úr leik í kvöld.

Það tókst að lokum en United hafði betur með þremur mörkum gegn einu þar sem dramatíkin var í aðalhlutverki.

Undir lok leiksins fékk United dæmda vítaspyrnu og steig Rashford á punktinn og skoraði örugglega.

Það mark reyndist nóg til að tryggja United áfram en liðið skoraði fleiri mörk á útivelli.

Þetta var fyrsta vítaspyrna sem Rashford tekur í treyju United og var spyrna hans gríðarlega góð.

Stáltaugar í þessum unga manni sem steig svo sannarlega upp þegar liðið þurfti á honum að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Í gær

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal