fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Sífellt fleiri velja að láta frysta sig

Vonast til að vakna upp af svefninum langa – Fyrirtæki í Rússlandi geymir líkamsleifar 52 einstaklinga

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í snævi þöktu þorpi skammt norðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, stendur óupphitað iðnaðarhús sem er umkringt íbúðarhúsum. Starfsemin sem þar fer fram virðist í fljótu bragði ekki vera ýkja merkileg, en staðreyndin er sú að þarna fer fram tilraunastarfsemi sem sér fáar hliðstæður.

Djúpfrysta lík

Í þessu tiltekna iðnaðarhúsnæði fer starfsemi KrioRus fram, en fyrirtækið býður áhugasömum upp á djúpfrystingu að þeim gengnum. Með öðrum orðum: Þeir sem eiga sparifé og eru ekki tilbúnir til að kveðja hið jarðneska líf alveg strax geta greitt fyrirtækinu fyrir að geyma líkama þeirra ef ske kynni að tækniframfarir framtíðarinnar geri það að verkum að hægt verði að vekja fólk upp frá dauðum.

Frystur fyrstur

Frystur fyrstur

Þó að djúpfrysting og varðveisla líkamsleifa með lághitafræðilegum hætti virðist eiga í ríkari mæli upp á pallborðið hjá almenningi er þessi aðferð ekki ný af nálinni. Fyrsti einstaklingurinn til að láta djúpfrysta sig hét James Bedford og var hann sálfræðiprófessor við University of California . Hann lést árið 1967 og eru líkamsleifar hans varðveittar í húsakynnum Alcor Life Extension Foundation. Bedford var 73 ára þegar hann lést af völdum krabbameins. Nokkrum klukkustundum eftir andlát hans voru líkamsleifar hans frystar. Þó að brátt séu liðin 50 ár síðan það var gert eru vísindamenn engu nærri um það hvernig eigi að vekja fólk upp frá dauðum.

Ýmis útfærsla í boði

Mail Online fjallaði ítarlega um starfsemi fyrirtækisins á dögunum og í umfjöllun fjölmiðilsins kom fram að minnst þrír breskir ríkisborgarar hafi þegar keypt þessa þjónustu. Fullyrt er að í þessum hópi séu ótilgreindur vísindamaður, prófessor og læknir. Þegar þeir deyja, hvort sem það verður að völdum elli eða sjúkdóma, verða líkamsleifar þeirra djúpfrystar og þær síðan fluttar í höfuðstöðvar fyrirtækisins í fyrrnefndu þorpi í Rússlandi.

„Það gætu liðið þúsund ár áður en við getum þetta. En ég vona að það taki skemmri tíma. Ef framfarir verða hraðar gæti þetta gerst á næstu áratugum.“

Hægt er að kaupa ýmsa útfærslu af þjónustunni; ef viðkomandi vill aðeins láta djúpfrysta heilann kostar það sem nemur 1,4 milljónum króna. Ef viðkomandi vill láta djúpfrysta allan líkamann kostar það sem nemur fjórum milljónum króna. En þjónustan er ekki eingöngu fyrir menn því gæludýraeigendur geta einnig látið djúpfrysta hunda og ketti. Að geyma venjulegan heimiliskött í frystigeymslum fyrirtækisins kostar sem nemur 1,1 milljón króna, en aðeins dýrara er að geyma meðalstóran heimilishund, eða sem nemur 2,8 milljónum króna.

Líkamsleifar 52 einstaklinga eru geymdar í húsakynnum KrioRus.
Frystiklefar Líkamsleifar 52 einstaklinga eru geymdar í húsakynnum KrioRus.

Sögulegt dómsmál

Svo virðist sem þjónusta af þessu tagi eigi í sífellt meira mæli upp á pallborðið hjá fólki. Í nóvember síðastliðnum var greint frá sögulegu dómsmáli í Bretlandi sem varðaði fjórtán ára stúlku sem lést úr krabbameini. Stúlkan hafði, áður en hún lést, sagt frá þeirri ósk sinni að hún yrði djúpfryst eftir dauða sinn ef ske kynni að læknisfræðilegar framfarir yrðu til þess að hægt yrði að vekja hana upp frá dauðum. Faðir hennar var mótfallinn þessari bón dóttur sinnar og kom það því til kasta dómstóla að leysa úr ágreiningnum. Samkvæmt dómi sem féll fyrr í vetur var lík stúlkunnar flutt til Michigan í Bandaríkjunum þar sem því var komið fyrir í frystiklefa í húsakynnum Cryonics-stofnunarinnar, en þar eru geymd 250 lík.

Bandarísk kona var fyrst

KrioRus-stofnunin notar sömu aðferð við djúpfrystingu og Cryonics-stofnunin í Michigan. Nú þegar eru líkamsleifar 52 einstaklinga geymdar í húsakynnum KrioRus og leita forsvarsmenn stofnunarinnar eftir fleiri viðskiptavinum. Þeir segjast bjóða upp á ódýrari en engu verri þjónustu en kollegar sínir vestanhafs. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að blaðamanni hafi verið veittur aðgangur að húsakynnum fyrirtækisins. Í rjáfri hússins eru þjóðfánar skjólstæðinga fyrirtækisins og má til dæmis sjá þjóðfána Bretlands, Danmerkur, Finnlands, Eistlands, Frakklands, Ísraels og Kína. Persónuverndarlög gera að verkum að fyrirtækið má ekki gefa upp nöfn skjólstæðinga sinna nema að fyrirfram gefnu samþykki þeirra.

Fyrsti viðskiptavinur fyrirtækisins var bandarísk kona að nafni Jane Emilia Haiko sem lést í október 2013, daginn fyrir 71 árs afmæli sitt. „Hún var kannski heldur óvæntur skjólstæðingur,“ segir heimildarmaður innan fyrirtækisins. „Líklega hafa slavneskar rætur hennar gert að verkum að hún kaus okkur,“ bætir hann við, en Jane var upprunalega frá Póllandi og eiginmaður hennar frá Litháen. „Þegar aðstandendur hennar höfðu samband höfðu þeir komið líkinu fyrir í frystigeymslu þannig að við þurftum bara að sjá um flutninginn til Rússlands,“ segir hann. því næst var flogið með líkið til Moskvu þar sem starfsmenn KrioRus tóku á móti því.

Bjartsýnn stjórnarformaður

En fyrirtæki og stofnanir sem bjóða upp á djúpfrystingu eru til einskis nýtar ef ómögulegt reynist að vekja fólk upp frá dauðum, ef svo má segja. Dr. Danila Medvedev, stjórnarformaður KrioRus, hefur látið hafa eftir sér að þessi tækni sé handan við hornið. Danila segist hafa trú á því að árið 2030, eða þar um bil, muni tækninýjungar gera mögulegt að flytja heila úr einstaklingi og koma honum fyrir í annarri manneskju. Með því móti væri hægt að vekja einstakling upp frá dauðum en viðkomandi yrði þá í öðrum líkama. Danila, sem vitanlega er ekki alveg hlutlaus, segir að lengra sé í að hægt verði að vekja einstakling upp frá dauðum í heilu lagi. Vonast hann til þess að það gerist um eða upp úr miðri öldinni en viðurkennir að lengri tími gæti liðið. „Það gætu liðið þúsund ár áður en við getum þetta. En ég vona að það taki skemmri tíma. Ef framfarir verða hraðar gæti þetta gerst á næstu áratugum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld

Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld
433
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðarnir með sterkan sigur

Besta deild kvenna: Nýliðarnir með sterkan sigur
433
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng