fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Seðlabankastjórar verði fjórir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í drögum að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að bankastjórar Seðlabankans verði fjórir; einn aðal og þrír varabankastjórar, en þeir munu skipta með sér verkum, einn fari með peningamál, annar með beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og sá þriðji verði yfir fjármálaeftirliti sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, segist hafa heimildir fyrir þessu.

Í fréttinni segir að frumvarpið verði rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, en verði frumvarpið samþykkt er gert ráð fyrir að það taki gildi frá og með 1. janúar á næsta ári.

Þegar hefur verið tilkynnt um að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hyggist sameinast og tryggja eftirlit og heildasýn fjármálakerfisins. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hóf endurskoðun lagaumgjarðar, peningastefnu, fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar með sérstakri verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum úr fjármálaráðuneytinu, Seðlabankanum og FME. Mun verkefnastjórnin skila drögum sínum að lagafrumvörpum til ráðherranefndarinnar eigi síðar en á morgun, 28. febrúar.

Þá er búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra, þar sem skipunartími Más Guðmundssonar rennur út þann 20. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“