fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Vilja svipta Polar Nanoq veiðiréttindum

Samtök útgerðarmanna á Grænlandi ósátt

Kristín Clausen
Mánudaginn 23. janúar 2017 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlensk stjórnvöld hafa sagt að það að menn úr áhöfn Polarn Nanoq notuðu togarann til að smygla eiturlyfjum gæti orðið til þess að hann verði sviptur veiðiréttindum.

RÚV greinir frá því í morgun að Hans Enoksen, sjávarútvegsráðherra grænlensku landstjórnarinnar, hafi sagt að útgerðir grænlenskra togara verði að koma í veg fyrir að skipin séu notuð í þessum glæpsamlega tilgangi.

Í fréttinni segir að ef grænlenskir togarar verði áfram notaðir til að smygla eiturlyfjum muni grænlenska þingið íhuga að takmarka kvóta þeirra skipa sem notuð eru með þessum hætti.

Samtök útgerðarmanna á Grænlandi eru gríðarlega ósátt við þessi ummæli sjávarútvegsráðherra. Þau segja það óviðeigandi að útgerð sé hótað vegna lögbrots starfsmanns.

Líkt og áður hefur komið fram fundust 20 kíló af hassi um borð í Polarn Nanoq við leit lögreglu um borð í togaranum aðfaranótt fimmtudagsins 19 janúar. Einn skipverji var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á því máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði