fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Sænskir lögreglumenn kíktu undir bíl – Þá var hringt í sprengjuna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 18:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. janúar uppgötvaði bíleigandi að eitthvað dularfullt var undir bíl hans þar sem honum var lagt á stæði í Hässelholm í Svíþjóð. Eigandinn tilkynnti lögreglunni um þetta og var svæðið girt af, íbúðarhús í nágrenninu voru rýmd og sprengjusérfræðingar fengnir á staðinn.

Þegar lögreglumenn gengu að bílnum til að rannsaka hann og kíktu undir hann reyndi sá sem hafði komið hlutnum, sem var sprengja, fyrir að sprengja hana með því að hringja í hana. En af óþekktum ástæðum virkaði það ekki og sprengjan sprakk ekki.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Blaðið segir að lögreglan vilji lítið tjá sig um málið annað en að um virka sprengju hafi verið að ræða.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að sprengjumaðurinn hafi hringt í sprengjuna til að sprengja hana þegar fyrstu lögreglumennirnir komu á vettvang og voru að rannsaka bílinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér