fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Hannes spyr hvort Viðreisn sé að verða enn einn vinstri flokkurinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Mike Pompeo kom í stutta heimsókn til Íslands í gær og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra Íslands. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna héldu mótmælafund í tengslum við heimsóknina og afhentu utanríkisráðuneytinu áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að þrýsta á Pompeo um að beita sér fyrir því að „mannréttindabrot gegn börnum“ á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði stöðvuð. Brögð hafa verið að því að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum.

Nokkur umræða hefur verið um það að ungliðahreyfing Viðreisnar tók þátt í mótmælunum ásamt ungliðahreyfingum VG, Pírata, Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Ungliðar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins hins vegar ekki. Hafa sumir velt upp þeirri spurningu hvort þetta þýði að Viðreisn sé orðin vinstri flokkur.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fer yfir málið í stuttum pistli á Facebook og gagnrýnir Viðreisn harkalega:

Ósköp voru mótmælin gegn bandaríska utanríkisráðherranum ámátleg. En furðulegt var að sjá Viðreisn (ungliðahreyfinguna) í þeim hópi. Ég velti fyrir mér, á hvaða leið sá flokkur sé. Hann tekur fulla ábyrgð á Degi borgarstjóra og hneykslum hans, daglegu umferðaröngþveiti í Reykjavík, bragganum, pálmatrjánum og ólöglegum símaskilaboðum til kjósenda. Ætlar hann að verða enn einn vinstri flokkurinn? Hvað segja þeir mörgu skynsömu menn, sem hafa stutt flokkinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum