fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 15. febrúar 2019 19:30

Melinda Nichols. Á myndinni til hægri má sjá hvar lykkjan á að vera staðsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melinda Nichols trúði lækni sínum þegar hann sagði henni að lykkjan hefði dottið úr henni fyrir áratug. Það kom henni því rosalega á óvart þegar annað kom í ljós. Lykkjan hafði verið fljótandi inn í henni allan þennan tíma.

Lykkjan er ein vinsælasta getnaðarvörnin fyrir konur. Til eru tvenns konar lykkjur: kopar- og hormónalykkjan. Þær eru báðar T-laga og eru settar í gegnum leghálsinn og sitja síðan inn í leginu.

Melinda eignaðist barn með eiginmanni sínum árið 2007 og ári seinna ákvað hún að láta setja upp lykkjuna. Stuttu seinna fór hún í röntgenmyndatöku svo hægt væri að ganga úr skugga um að lykkjan væri á sínum stað. Lykkjan fannst ekki á röntgenmyndatökunni.

„Lykkjan var farin. Þau sögðu mér að hún hefði „dottið úr mér,““ sagði Melinda við People. Melinda spurði lækninn hvort hún hefði ekki átt að finna eitthvað fyrir því þegar lykkjan losnaði og datt, en hún segir lækninn hafa svarað: „Ekki endilega.“

Læknirinn bauðst til að endurtaka aðgerðina sem Melinda afþakkaði pent og lét í staðinn taka sig úr sambandi.

Nú áratug síðar hefur komið í ljós að lykkjan hafi alls ekki dottið úr Melindu.

Melinda fór í röntgenmyndatöku út af ótengdum bakvandamálum.

„Læknirinn kom inn og sagði: „Þú verður að hafa samband við kvensjúkdómalæknirinn þinn í dag því lykkjan þín er á skrýtnum stað.“ Ég spurði hann undrandi hvort ég væri með lykkju,“ sagði Melinda.

Þegar Melinda hugsar til baka segist hún hafa fengið „einhverja verki hér og þar,“ en aldrei dottið í hug hvað væri raunverulega að.

„Þetta truflaði mig ekki. Ég fann sjaldan til,“ segir Melinda.

Melinda hefur nú látið fjarlægja lykkjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.