fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Úrkynjuð bjórmenning

Svarthöfði
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var sagt frá því í fréttum að Guðlaugur utanríkisráðherra hefði skellt sér í bjórbað með finnskum kollega sínum. Að sjálfsögðu fékk ríkið reikninginn, nema hvað! Svarthöfði veltir því hins vegar fyrir sér hvort það sé ekki bara betra að hafa þá aðeins íðí. Samskipti ríkjanna væru kannski yfirhöfuð friðsamlegri og rólegri ef þeir sem stjórna væru alltaf góðglaðir eða jafnvel rænulausir.

Erindi þessa pistils er ekki að kvarta yfir busli Gulla og Finnans, heldur þeim dekadens sem bjórinn er orðinn. Ekki misskilja Svarthöfða, hann fagnaði manna mest þegar bjórbanninu var aflétt. Svarthöfði drekkur jafnan fjórar til fimm dósir á hverju kvöldi.

Fyrstu árin og áratugina var bjórneysla Íslendinga eðlileg. Við fluttum inn Becks, Löwenbrau, Tuborg og aðrar strangheiðarlegar tegundir. Prins Christian í litlum, dökkum flöskum, namm. Íslensku framleiðendurnir stóðu sig einnig með prýði, Egils og sérstaklega Víking, þó að Svarthöfða sé yfirleitt meinilla við að hæla Akureyringum.

En svo gerðist eitthvað. Íslendingar fóru út af sporinu, eins og alltaf. Þetta byrjaði með Kalda í Eyjafirði. Svo spruttu brugghúsin upp eins og gorkúlur í hverri sveit. Fjandans craft-bjórinn. Handverksbjór … hvers lags bjór er það? Þetta varð að tískubylgju en angaði af tilgerð. Erlendir craft-bjórar voru einnig fluttir inn, rándýrir og bragðvondir.

Í kringum þetta hefur skapast stéttaskipting. Enginn er maður með mönnum nema hann drekki graskersbjór frá einhverri kompu í Borgarfirðinum eða nýjasta IPA-glundrið frá Bretlandi. Tilraunastarfsemin er alveg komin út í ruglið. Öll munum við eftir þorrabjórnum með þarmainnihaldi hvala. Lesist á íslensku: Kúk! Þeir sem ekki eru tilbúnir að taka þátt í brjálæðinu og vilja áfram drekka sinn Carlsberg eru smánaðir og hæddir. Þeir eru hvorki hip né kúl. Margir neyða craft-bjórinn ofan í sig til að þykjast vera það en aðrir þora ekki út á meðal fólks og drekka því í laumi.

Svarthöfði rambaði nýlega inn á flottan hótelbar nálægt miðbæ Reykjavíkur. Þar var ekkert hægt að fá nema IPA og annað fínerí, á uppsprengdu verði. Á veitingahúsi sem Svarthöfði snæddi á var allt gert úr bjór. Bjórkjúklingur, bjórbrauð, bjórsinnep og meira að segja bjórís. Í búðargluggum hefur Svarthöfði séð sápur og snyrtivörur úr bjór. Þetta er orðið að úrkynjun á pari við það sem tíðkaðist í Rómaveldi. Við munum öll hvernig fór fyrir því.

Við þurfum þjóðarvakningu um hvað sé að gerast í bjórmálum þjóðarinnar svo við fljótum ekki sofandi að feigðarósi í indverskum lakkrísbjór. Þróuninni þarf að snúa við hið snarasta til þess að komandi kynslóðir geti alist upp í stéttlausri framtíð. Bregðum Tuborg á loft og verum stolt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Í gær

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir