fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Hvað sáu Rússar í efri lögum gufuhvolfsins? Áður óþekkt fyrirbæri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 06:59

Efri lög gufuhvolfsins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur gervihnöttur, sem fylgist með orkumiklum geimgeislum í gufuhvolfsinu, nam nýlega dularfullar „sprengingar í nokkurra kílómetra hæð yfir yfirborði jarðarinnar að sögn vísindamanna.

Áður hafa óvenjuleg veðurfyrirbrigði uppgötvast í efri lögum gufuhvolfsins en vísindamennirnir, sem starfrækja Lomonosov gervihnöttinn, segja að þessi uppgötvun geti verið eitthvað alveg nýtt. Um var að ræða orkumikla atburði (sprengingar) en engin merki voru um óveður á svæðinu.

Mikhail Panasyuk, yfirmaður kjarnorkurannsóknardeildar Moskvuháskóla, sagði í samtali við Sputnik að hér virðist sem nýtt náttúrufyrirbæri hafi verið uppgötvað en enn sé ekki vitað hvað var hér á ferð. Hann sagði að gervihnötturinn hafi nokkrum sinnum skráð öflugar „ljóssprengingar“ en samtímis hafi himininn verið heiður.

Gervihnettir hafa á undanförnum árum myndað óvenjulegar rafhleðslur í gufuhvolfinu og það hafa geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni einnig gert. En þessar rafhleðslur hafa alltaf birst í tengslum við óveður og því er þessi nýja uppgötvun mjög sérstök.

Rússneskir vísindamenn reyna nú að komast að því hvaða fyrirbæri var hér á ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því