fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Kristjana Arna áttaði sig á kostulegum mistökum í ferilskránni: „Það hefur enginn haft samband enn“ – Sjáðu myndina

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ágætt að leggja það í vana sinn að yfirfæra ferilskrána sína reglulega og þá sérstaklega þegar kemur að því að sækja um nýtt starf. Á dögunum var Kristjana Arna einmitt að gera það þar sem hún stendur í flutningum og þarf að skipta um starf vegna þeirra. Það var ekki fyrr en hún las ferilskrána upp fyrir kærasta sinn sem hún áttaði sig á bráðfyndnum mistökum sem hún hafði sett í hana, eftir að hafa verið búin að senda hana á nokkra staði sem hún sótti um.

„Málið er að ég er að flytja til kærastans míns núna um miðjan febrúar og hann spurði mig hvort ég væri búin að vera að sækja um vinnur. Ég svaraði því neitandi þar sem ég hafði ekki haft tíma til þess. Ég var á næturvakt og ákvað að nýta tímann sem ég hafði aflögu til þess að sækja um,“ segir Kristjana í viðtali við blaðakonu.

Kristjana átti gamla ferilskrá sem hún ákvað að lesa yfir og lagfæra áður en hún sendi hana áfram.

„Ég sá að á henni stóð: „Fjölskylduhagir: Ein með hund“ – Mér fannst tilvalið að nýta áfram „með hund“ hlutann en ákvað að stroka „ein“ út og bæta við breyttri sambandsstöðu. Svo var ég að lesa yfir ferilskránna mína fyrir hann þegar hann stoppaði mig og sagði: „Ha? Í sambandi með hund?“ Það var þá sem ég áttaði mig fyrst á því að þetta hljómaði frekar kjánalega!“

Segir Kristjana og hlær að mistökum sínum.

„Ég fattaði þeta því ekki fyrr en að kærasti minn ( sem er ekki hundur) benti mér á þetta. En ég breytti þessu ekki strax og sótti því um enn annað starfið með fjölskylduhaginn: „Í sambandi með hund“. Það er víst ekki gott að nota tímann á næturvakt til þess að fylla inn umsóknir, með hálfgerðu óráði.“

Aðspurð að því hvort hún sé komin með starf, eða hafi fengið viðbrögð við ferilskránni segir Kristjana að enginn hafi haft samband við hana enn.

„Ég veit ekki hvort það sé út af því að þetta standi í ferilskránni eða af því að þau bara vilja mig ekki í vinnu. Ég vona bara að þetta muni ekki hafa áhrif, en það er allavegana góð saga á bak við þetta. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.