fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Innviðagjöld Reykjavíkurborgar sögð ólögleg og verktakar hræddir við að malda í móinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. febrúar 2019 08:59

Pálmatré í Vogahverfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir verktaka hrædda við að leita réttar síns gagnvart innviðagjöldum Reykjavíkur, sem kunni að vera ólögmæt, vegna ótta við þær afleiðingar sem það kynni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Fréttablaðið greinir frá.

Innviðagjöldin voru í fréttum liðinnar viku, þar sem þau áttu að greiða kostnaðinn við hin alræmdu pálmatré í Vogabyggð.

Yfirburðarstaða Reykjavíkurborgar

Samkvæmt lögfræðiáliti Lex lögfræðistofu, sem gert var fyrir Samtök iðnaðarins, voru sterk rök fyrir því að innviðagjöldin væri ólögmæt.

Þá fullyrti Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill, í Morgunútvarpi Rásar 2, að aðilar sem hann þekkti til, héldu því fram að verktakar myndu ekki fá deiluskipulag nema þeir greiddu umrædd gjöld og þá flaug einnig samlíking um mafíustarfssemi á borð við þá er sést í bandarískum bíómyndum, í þættinum.

Sigurður segist kannast við þessi orð Friðjóns:

„Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð. Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“

Sigurður segir marga hafa áhuga á því að kanna réttarstöðu sína gagnvart innviðagjöldunum, en veit ekki til þess að nokkur hafi þorað því ennþá.

„En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“

Þá segir Sigurður að Samtök iðnaðarins séu að skoða málið og hafi áhuga á að fara lengra með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu