fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Sendi unglingsstúlku myndir af getnaðarlimi sínum – Hugsaði málið ekki alveg til enda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 18:30

Joshua Louis Hillyard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára karlmaður fann einhverja þörf hjá sér nýlega til að senda 16 ára stúlku mynd af getnaðarlim sínum auk óviðeigandi textaskilaboða. Stúlkunni var illa brugðið við þetta enda hafði hún ekki beðið um þessa sendingu. En maðurinn hafði greinilega ekki hugsað málið alveg til enda og það reyndist ekki svo erfitt fyrir lögregluna að sýna fram á að það var hann sem sendi umrædda typpamynd.

Joshua Louis Hillyard var handtekinn í síðustu viku vegna málsins í kjölfar fundar hans við skilorðsfulltrúa sinn. Lögreglan var þá fullviss um að það væri Hillyard sem hefði sent typpamyndina og byggði þá vissu sína á húðflúri á líkama hans og á typpinu. Á typpi hans er húðflúrað: „fun size“ og það var einmitt þetta sem varð honum að falli. Lögreglumenn í Arizona segjast ekki í nokkrum vafa um að Hillyard sé sá sem sendi myndina.

Stúlkan lét starfsmann í skóla sínum vita af myndasendingunni en hún þekkti Hillyard sem hún hafði hitt í tengslum við mentoráætlun.

Hillyard sagði við yfirheyrslur að hann hefði talið stúlkuna vera 16 ára og því í lagi að senda henni typpamynd en í Arizona telst slíkt brot ef viðtakandinn er yngri en 18 ára.

Hillyard er svokallaður góðkunningi lögreglunnar því hann hefur hlotið dóma fyrir innbrot, fjársvik og eiturlyfjasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað