fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Matur

Þetta sykurpúða nachos er það eina sem þú þarft í lífið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 16:00

Hve girnilegt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum þarf maður smá sykur í lífið og ætti þessi sérstaki nachos réttur að sjá til þess að allir borði yfir sig af sætindum.

Sykurpúða nachos

Hráefni:

10–14 hafrakex
30 sykurpúðar
3 bollar súkkulaði, grófsaxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Takið til pönnu eða eldfast mót og raðið hafrakexinu í botninn. Raðið helmingnum af sykurpúðum ofan á kexið og 2 bollum af súkkulaði. Raðið síðan restinni af sykurpúðunum ofan á súkkulaðið og bakið þar til sykurpúðarnir eru mjúkir og gylltir, eða í um 10 mínútur. Bræðið 1 bolla af súkkulaði í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið yfir sykurpúðana um leið og rétturinn kemur úr ofninum.

Þessi réttur hittir í mark!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna