fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Borgarstjóri sagði DV ósatt – Krafinn skýringa í borgarráði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í morgun lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram fyrirspurn um braggamálið, nánar tiltekið þeim þætti er snýr að Degi B. Eggertssyni er varðar tölvupóstsamskipti hans og Hrólfs Jónssonar, sem hafði umsjón með bragganum.

Líkt og Eyjan hefur margsinnis bent á, voru svör borgarstjóra í viðtali við DV Sjónvarp, ekki í samræmi við niðurstöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkur um málið.

Sagði Dagur við DV Sjónvarp daginn sem skýrsla IE var birt, að tölvupóstar hans hefðu verið yfirfarnir vegna málsins, en innri endurskoðun staðfesti hinsvegar við Eyjuna að það hefði ekki verið gert, enda kemur skýrt fram í skýrslunni að aðeins tölvupóstar Hrólfs og verkefnisstjóra hans deildar, hefðu verið til rannsóknar.

Því liggur fyrir að Dagur sagði DV ósatt.

Sjá nánarBraggamálið:Svör borgarstjóra á skjön við skýrslu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar

Krefjast skriflegra svara

Í fyrirspurninni í morgun er vísað til fréttar Eyjunnar og viðtals borgarstjóra í DV Sjónvarpi og óskað er skriflegra skýringa á málinu frá borgarstjóra:

Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins  er svohljóðandi:

„Í viðtali við DV þann 20. desember 2018 var borgarstjóri spurður að því hvort farið hefði verið yfir tölvupósta borgarstjóra og hann sagði svo vera en haft var eftir honum orðrétt: „Það hefur verið farið yfir þá. Og það sem hefur áður hefur komið fram í þessu er að ég fékk ekki upplýsingar og borgarráð fékk ekki upplýsingar og skýrslan staðfestir þá niðurstöðu.“

Þrátt fyrir þessi orð borgarstjóra kemur fram í skýrslunni að innri endurskoðandi hafi eingöngu skoðað fyrirliggjandi gögn í tölvupóstum tveggja starfsmanna sem komu að framkvæmdinni en orðrétt segir í skýrslunni:

„Skoðuð voru fyrirliggjandi gögn í tölvupósthólfum tveggja starfsmanna sem komu að framkvæmdunum (Sjá bls. 2).“  Með hliðsjón af framanrituðu er óskað eftir upplýsingum um hvers vegna svör borgarstjóra í DV eru á skjön við upplýsingar frá innri endurskoðun. Óskað er eftir skriflegu svari frá borgarstjóra sjálfum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?