fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Rafrettur miklu betri en plástrar og tyggjó samkvæmt breskri könnun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 11:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri breskri rannsókn eru þeir sem nota rafrettur tvöfalt líklegri til þess að hætta að reykja hefðbundnar sígarettur, heldur en þeir sem kjósa að notast við nikótínplástra- og tyggjó.

Alls 900 manns tóku þátt í rannsókninni, sem áttu það sammerkt að hafa reykt lengi en vildu hætta með aðstoð heilbrigðisyfirvalda. Breskum og bandarískum sérfræðingum greinir þó nokkuð á varðandi niðurstöðuna. Þeir bresku segja að niðurstaðan komi ekki á óvart, þeirra reynsla sé að sígarettureykingar hafi dregist saman með tilkomu rafretta, meðan bandarískir sérfræðingar telja rafrettur leiða til nikótínfíknar og verði til þess að yngri aldurshópar dragist að reykingum, jafnvel börn. RÚV greinir frá og vitnar í The Guardian.

Þátttakendur rannsóknarinnar fengu ýmist rafrettur, plástra, tyggjó eða sprey frá sérfræðingum til þess að hætta að reykja. Eftir eitt ár höfðu 18 prósent þeirra sem notuðu rafrettur, látið af reykingum, en aðeins um 10 prósent þeirra sem notuðu hin hjálpartækin.

Sagt er að þetta sé fyrsta rannsóknin sem gerð hafi verið þar sem rafrettur eru bornar saman við önnur meðul sem notast er við í baráttunni gegn nikótínfíkninni.

Bannað að auglýsa

Ný lög um rafrettur og áfyllingar þeirra taka gildi þann 1. mars næstkomandi. Lagt er til að settar verði reglur um innflutning, sölu, markaðssetningu og notkun á rafrettum og áfyllingum fyrir þær. Gert er ráð fyrir að bannað verði að selja eða afhenda ungmennum yngri en 18 ára slíkar vörur auk þess sem þeim yrði óheimilt að selja þær.

Lagt er til að bannað verði að selja þær í skólum og á öðrum stöðum sem ætlaðir eru til félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna og þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. Jafnframt er lagt til að bannað verði að nota rafrettur á þeim stöðum þar sem tóbaksnotkun er þegar bönnuð.

Gert er ráð fyrir að Neytendastofa hafi eftirlit með öryggi varanna og merkingum til að lágmarka hættu á slysum við notkun þeirra og tryggja að rafrettur og áfyllingar séu barnheldar. Enn fremur er gert ráð fyrir að bannað verði að auglýsa rafrettur og áfyllingar og að fjölmiðlanefnd hafi eftirlit með því.

Að auki eru lögð til ákvæði um hámarksstyrkleika, stærð áfyllinga, innihaldsefni í áfyllingar sem og hámarksstærð tanka einnota rafrettna og hylkja. Með samþykkt frumvarpsins yrði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi fram­leiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, að hluta til innleidd í íslensk lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?