fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Pálmatré og braggi í Nauthólsvík fortíðarinnar – í Camp hættu þessu nöldri

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spurning með pálmatrén í glerhólkunum inni í Vogum. Einhver sagði að þetta væri furðulega taktlaust í ljósi undangenginna atburða í borgarstjórn, annar benti á að erfitt yrði að halda glerhólkunum hreinum í saltrokinu og rykinu sem er eilíflega hér í Reykjavíkurborg. Og einhvern veginn óttast maður að trén muni skjúskast og loks missa allan þokka inni í hólkunum. Þarf sjálfsagt talsvert viðhald til þess að þetta verði í lagi.

En svo eru á þessu skemmtilegir fletir. Það er ekkert nýtt undir sólinni eins og sagt er. Hér er ljósmynd af bragga í Reykjavík og fyrir framan hann eru pálmatré. Þetta er eiginlega á sama stað og bragginn sem mest hefur verið deilt um í borginni undanfarna mánuði.

Myndin er tekin í stríðinu í Nauthólsvík. Þetta var í herskálahverfi sem nefndist Camp Kwitcherbelliakin (Quit-Your-Belly-Aching). Það þýðir eiginlega „hættu þessu nöldri“.

Ljósmyndin er af síðu með alls kyns merkilegum fróðleik um hernámið. Henni er haldið úti af Tryggva Blumenstein sem gaf mér leyfi til að nota myndina.

Svo er hér til samanburðar verkið sem á að standa inni í Vogum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður